ONNO

Annað sjónarhorn

Drónar gefa óendalega marga möguleika á sjónarhornum

Hvort sem er verið að mynda eina lóð, hús eða heilt hverfi þá getur dróni gefið yfirsýn sem er ómetanleg. Við höfum mikla reynslu af drónamyndun og höfum myndað lóðir þar sem mannvirki eru síðan teiknuð inn með þrívíddargrafík. Þannig myndir eru ómetanlegar í kynningum á skipulagi og framsetningu á framtíðaráformum.

Test header

Það má segja að með tilkomu drónanna hafi almenningur fengið aðgengi að sjónarhorni fuglsins. Drónar gefa okkur tækifæri til myndatöku sem aðeins voru áður möguleg úr þyrlu eða flugvél. Myndavélar drónanna verða æ fullkomnari og með betri upplausn sem gefur frábær gæði fyrir áframhaldandi vinnslu á myndunum. Við höfum teiknað inn á myndir heilu hverfin, einstök hús eða notað drónann til þess að fá heildarmynd af hugverkum arkitekta og landslagsarkitekta.

Kvikmyndataka með dróna

Þá hefur kvikmyndataka með dróna gefið frábær tækifæri til þess að skoða hvað sem er ofan frá og sýna á lifandi hátt landslag, hverfi og byggingar.

Test header

one two

Dróna verkefni